Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Brot Brunavarna Suðurnesja á skilyrðum ákvörðunar samkeppnisráðs nr. 6/1994

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 42/2007
 • Dagsetning: 23/8/2007
 • Fyrirtæki:
  • Brunavarnir Suðurnesja
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun Árið 1994 tók samkeppnisráð ákvörðun um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri Brunavarna Suðurnesja milli þess hluta rekstrarins sem nyti einkaleyfis eða verndar og samkeppnisreksturs. Á árinu 2004 breyttu Brunavarnir Suðurnesja rekstri sínum og sömdu við tvö fyrirtæki, Öryggismiðstöð Íslands og Securitas, um að sinna útkallsþjónustu fyrir  þau. Samhliða þessu aflögðu Brunavarnir Suðurnesja hinn fjárhagslega aðskilnað   sem kveðið var á um í ofangreindri ákvörðun. Með þessu  brutu  Brunavarnir Suðurnesja gegn  áðurnefndri  ákvörðun samkeppnisráðs. Brot Brunavarna telst einnig vera til þess fallið að raska samkeppni á markaði fyrir útkalls- og vaktþjónustu. Samkvæmt samkeppnislögum leggur Samkeppniseftirlitið sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Voru Brunavarnir Suðurnesja því sektaðar um 600.000 kr.  fyrir brot sitt.