Samkeppniseftirlitið hefur mælt fyrir um að Alþjóðahúsið ehf. skuli skilja fjárhagslega á milli annars vegar rekstrar túlka- og þýðingarþjónustu Alþjóðahúss og hins vegar annarrar starfsemi Alþjóðahúss. Túlka- og þýðingarþjónusta Alþjóðahúss starfar í samkeppni við þýðingarstofur og sjálfstætt starfandi þýðendur á almennan markað. Samkeppniseftirlitið telur, að óbreyttu, þ.e. ef ekki er nægilega skilið á milli þeirrar starfsemi Alþjóðahúss sem nýtur opinberra fjárframlaga annars vegar og túlka- og þýðingarþjónustu Alþjóðahúss á almennum markaði hins vegar, raski það samkeppni á almennum markaði túlka- og þýðingarþjónustu.
6 / 2008
Alþjóðahúsið ehf.
Skjal ehf.
Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
Samkeppni og hið opinbera
"*" indicates required fields