Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Ófullnægjandi upplýsingagjöf vegna samruna VBS og FSP

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 31/2007
 • Dagsetning: 27/6/2007
 • Fyrirtæki:
  • VBS fjárfestingarbanki hf.
  • FSP hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Verðbréfastarfsemi
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Með bréfi dagsettu 7. maí 2007 var tilkynnt um samruna VBS fjárfestingarbanka hf.  og FSP hf. Samrunatilkynning þessi uppfyllti ekki skilyrði þau sem gerð eru til samrunatilkynninga skv. 17. gr. samkeppnislaga og reglna nr. 881/2005 um tilkynningu samruna. VBS fullnægði tilkynningarskyldu sinni með tölvupósti sem sendur var þann 25. maí. Vegna þess dráttar sem varð á skilum fullnægjandi gagna af hálfu samrunafyrirtækjanna ákvað Samkeppniseftirlitið að sekta VBS um 250.000 krónur.