Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Björgunar ehf. á Sæþór ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2007
 • Dagsetning: 16/1/2007
 • Fyrirtæki:
  • Björgun ehf.
  • Sæþór ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Byggingarþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með bréfi, dags. 30. nóvember 2006, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Björgunar ehf. á öllu hlutafé Sæþórs ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins felur kaupsamningurinn í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt.

  Athugun Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna kaupa Björgunar á Sæþóri. Er vísað til þess að ekki virðist vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Þá hafa ekki komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppni.