Samkeppni Logo

Brot Félags íslenskra stórkaupmanna á 12., sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005

Reifun

Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið viðurkennir að innan félagsins hafi átt sér stað umræður um verðlagsmálefni aðildarfyrirtækja sem starfa á sviði matvöru, bæði á vettvangi stjórnar og innan matvöruhóps sem starfar á vegum FÍS. Þær umræður hafi gengið lengra en samkeppnislög heimila. Að sama skapi hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins rætt um hækkunarþörf félagsmanna sinna á opinberum vettvangi sem hafi verið til þess fallið að raska samkeppni í skilningi 10. gr. samkeppnislaga. Jafnframt hafi átt sér stað samskipti við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um að félögin myndu tala einni röddu um ástæður umræddra verðhækkana. Hefur FÍS viðurkennt að hafa farið gegn samkeppnislögum að þessu leyti. Af hálfu FÍS er þó tekið fram að ásetningur hafi ekki staðið til þess að hindra samkeppni. Samkvæmt sáttinni fellst FÍS á að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt.

Ákvarðanir
Málsnúmer

5 / 2009

Dagsetning
12. febrúar 2009
Fyrirtæki

Félag íslenskra stórkaupmanna - FÍS

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Ólögmætt samráð

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.