Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Kvosar ehf. og Skólavörubúðarinnar ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 8/2006
 • Dagsetning: 13/2/2006
 • Fyrirtæki:
  • Kvos ehf.
  • Skólavörubúðin ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Bókaútgáfa og sala
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um að Kvos ehf., sem m.a. á Prentsmiðjuna Odda hf. og Odda skrifstofuvörur ehf., hefði keypt allt hlutafé í Skólavörubúðinni ehf. Af upplýsingum sem fram koma í tilkynningunni þykir ljóst að við samrunann mun Oddi skrifstofuvörur styrkja stöðu sína á þeim sviðum viðskipta sem eru sala á almennum skrifstofuvörum, s.s. pappír, ritföngum og rekstrarvörum fyrir tölvur. Á hinn bóginn virðist ljóst að samruninn muni ekki hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif þar sem helstu keppinautar á sviði heildsölu- og smásöludreifingar á skrifstofuvörum eru mjög öflug fyrirtæki, s.s. Penninn hf. og Office1 Superstore. Með hliðsjón af þessu sem og öðrum gögnum málsins taldi Samkeppniseftirlitið samrunann ekki hindra virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga og því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans.