Samkeppni Logo

Kaup Kaupþings banka hf. á helmingi hlutafjár í Einkaklúbbnum ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitinu var tilkynnt um kaup Kaupþings banka hf. á 49% hlutafjár í Einkaklúbbnum ehf. (nú Ekort ehf.) undir lok september 2007. Í samningum fólst að Kaupþing og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis myndu fara saman með stjórn félagsins og eiga hlutafé að jöfnu. Því er um að ræða breytingu í yfirráðum af því tagi sem felur í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Nokkur samkeppnisleg vandamál fólust í samrunanum og varð niðurstaðan sú að honum yrðu sett skilyrði. Fela skilyrðin í sér að SPRON, Kaupþing og Einkaklúbburinn muni starfa sem mest óháð hvert öðru. Einkaklúbburinn mun lúta sjálfstæðri stjórn og SPRON og Kaupþing gefa út kreditkort undir vörumerkinu e-kort án samstarfs hvort við annað. Samkeppniseftirlitið telur að skilyrðin séu nægjanleg til þess að eyða þeim samkeppnislegu vandamálum sem ella hefðu skapast með samruna þessum. Var samruninn samþykktur með þessu fororði.

Ákvarðanir
Málsnúmer

5 / 2008

Dagsetning
31. janúar 2008
Fyrirtæki

Einkaklúbburinn ehf.

Kaupþing banki hf.

SPRON

Atvinnuvegir

Fjármálaþjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.