Samkeppniseftirlitið hefur sett yfirtöku Eignarhaldsfélagsins Vestia, dótturfélags NBI hf. (Landsbankans), á Húsasmiðjunni ehf. ítarleg skilyrði, sem miða að því að draga úr samkeppnisröskun sem stafað getur af eignarhaldi bankans á fyrirtækinu. Hafa Vestia og Landsbankinn fallist á að hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fram í ákvörðuninni, með undirritun sáttar. Við vinnslu málsins hefur einnig verið höfð hliðsjón af kvörtunum og ábendingum sem Samkeppniseftirlitinu hafa borist.
10 / 2010
Eignarhaldsfélagið Vestia ehf.
Húsasmiðjan ehf.
Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields