Samkeppni Logo

Samruni Glitnis banka hf. og Moderna Finance AB

Reifun

Þann 30. mars barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning vegna samruna Glitnis banka hf. (hér eftir Glitnir) og Moderna Finance AB (hér eftir Moderna). Fullnægði tilkynningin skilyrðum samkeppnislaga og reglna nr. 684/2008 um tilkynningu samruna en félögum sem ekki starfa á sömu mörkuðum er heimilt að skila styttri tilkynningu skv. 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga vegna samruna.

Glitnir banki var tekinn yfir með ákvörðun Fjármáleftirlitsins þann 7. október 2008. Rekstur félagsins felst nú skv. samrunaskrá í því að koma eignum félagsins í verð en allur hefðbundinn bankarekstur var færður í annað félag. Moderna er skráð í Svíþjóð en eignarhlutir félagsins í þremur félögum sem starfa á Íslandi koma til skoðunar í ákvörðun þessari. Þar er um að ræða eignarhluti í Öskum Capital hf., Avant hf. og Sjóvá-Almennum tryggingum hf.. Avant er að fullu í eigu Aska Capital.

Ákvarðanir
Málsnúmer

13 / 2009

Dagsetning
04/03/2009
Fyrirtæki

Glitnir banki hf. Moderna Finance AB

Atvinnuvegir

Fjármálaþjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.