Ákvarðanir
Samruni Glitnis banka hf. og Moderna Finance AB
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 13/2009
- Dagsetning: 3/4/2009
- 
                    Fyrirtæki:
                        
                            - Glitnir banki hf. Moderna Finance AB
 
- 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            - Fjármálaþjónusta
 
- 
                    Málefni:
                        
                            - Samrunamál
 
- 
                    Reifun
                    Þann 30. mars barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning vegna samruna Glitnis banka hf. (hér eftir Glitnir) og Moderna Finance AB (hér eftir Moderna). Fullnægði tilkynningin skilyrðum samkeppnislaga og reglna nr. 684/2008 um tilkynningu samruna en félögum sem ekki starfa á sömu mörkuðum er heimilt að skila styttri tilkynningu skv. 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga vegna samruna. 
 
 Glitnir banki var tekinn yfir með ákvörðun Fjármáleftirlitsins þann 7. október 2008. Rekstur félagsins felst nú skv. samrunaskrá í því að koma eignum félagsins í verð en allur hefðbundinn bankarekstur var færður í annað félag. Moderna er skráð í Svíþjóð en eignarhlutir félagsins í þremur félögum sem starfa á Íslandi koma til skoðunar í ákvörðun þessari. Þar er um að ræða eignarhluti í Öskum Capital hf., Avant hf. og Sjóvá-Almennum tryggingum hf.. Avant er að fullu í eigu Aska Capital.