Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. og Samskiptum-merkingum ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 45/2006
 • Dagsetning: 8/12/2006
 • Fyrirtæki:
  • Samskipti ehf.
  • Samskipti-merkingar ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Með bréfi, dags. 2. nóvember sl., var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Íslandspósts hf. á öllu hlutafé Samskipta ehf. og Samskipta-merkinga ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins felur kaupsamningurinn í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr laganna, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt.

  Með vísan til 1. mgr. 17. gr. samkeppnislaga hefur verið lagt mat á hvort samruninn hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða verði til eða að slík staða styrkist. Athugun Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna kaupa Íslandspósts á Samskiptum. Er vísað til þess að ekki virðist vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni.  Þá hafa ekki komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppni.  Í ljósi þessa er það mat eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar vegna umrædds samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.