Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Bílanausts hf. á Olíufélaginu hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 18/2006
 • Dagsetning: 8/6/2006
 • Fyrirtæki:
  • Bílanaust ehf.
  • Olíufélagið hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Olíuvörur og gas
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun Hinn 13. mars 2006 bars Samkeppniseftirlitinu tilkynning þar sem fram kemur að Bílanaust hf. hafi keypt allan hlut í Olíufélaginu hf. Af upplýsingum sem fram koma í tilkynningunni er ljóst að samlegðaráhrifa samrunans muni fyrst og fremst gæta í þeirri smávöru sem tengist bifreiðum og seldar eru á bensínstöðvum Olíufélagsins, þ.e. smurolíur, bílahreinsivörur, verkfæri og litlir bílavarahlutir eins og perur, kerti og öryggi. Samrunafélögin munu því styrkja stöðu sína á þessum sviðum viðskipta við samrunann. Athuganir Samkeppniseftirlitsins gefa hins vegar ekki til kynna að samruninn muni hafa skaðleg samkeppnisleg áhrif og taldi því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans á grundcelli 17. gr. samkeppnislaga.