Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins í ákvörðun þessari er að ekkert verði aðhafst vegna samruna Haga og BT þar sem samruni sá sem tilkynntur var stofnuninni hefur gengið til baka.
Í samrunanum fólst að gerður var samningur milli Haga hf. og þrotabús BT Verslana ehf. hinn 20. nóvember 2008 um kaup Haga á innréttingum, tækjum, tólum, vörumerki, öllum lager verslana BT og öðru sem við kemur verslunarrekstri BT.
Með ákvörðun í dag komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að aðhafast frekari í málinu. Í sérstöku máli er þó til rannsóknar ætlað brot gegn banni við því að framkvæma samruna áður en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann.
20 / 2009
BT Verslanir ehf.
Hagar hf.
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Tölvu- og rafeindavörur
Samrunamál
"*" indicates required fields