Samkeppni Logo

Samruni Reynimels ehf., og Kynnisferða ehf.

Reifun

Í lok marsmánaðar sl. keypti eignarhaldsfélagið Reynimelur ehf. fyrirtækið Kynnisferðir ehf. af FL Group hf. Reynimelur er félag sem stofnað var vegna þessara kaupa á Kynnisferðum m.a. af hópferðafyrirtækjunum SBA-Norðurleið ehf. og Hagvögnum/Hópbílum hf. Kaupin voru tilkynnt til Samkeppniseftirlitsins í maímánuði sem samruni. Kynnisferðir, SBA-Norðurleið og Hagvagnar/Hópbílar hafa um margra ára skeið verið umfangsmikil í fólksflutningum hér á landi, s.s. á sviði hópferða og sk. dagsferða. Auk þess hafa Kynnisferðir verið lang umsvifamesta fyrirtæki landsins í sérleyfisakstri, t.d. á leiðinni milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar. Þá stunda félögin akstur fyrir sveitarfélög á strætisvagnaleiðum. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að hefði samruninn verið látinn óátalinn hefði orðið til markaðsráðandi staða á þeim markaði sem þessi fyrirtæki starfa á, en samanlögð markaðshlutdeild þeirra er tæplega 60%. Til samanburðar nemur hlutdeild annarra einstakra keppinauta mest 5-10% af markaðnum. Að mati Samkeppniseftirlitsins hindrar samruninn virka samkeppni á umræddum markaði fyrir fólksflutninga og vinnur því gegn markmiði samkeppnislaga. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið ógilt samruna félaganna með vísan til heimildar í 17. gr. samkeppnislaga.

Ákvarðanir
Málsnúmer

51 / 2007

Dagsetning
09/18/2007
Fyrirtæki

Kynnisferðir hf.

Reynimelur ehf.

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.