Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kvörtun Allrahanda Ísferða ehf. vegna ferða Kynnisferða sf. frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 21/2002
  • Dagsetning: 31/5/2002
  • Fyrirtæki:
    • Kynnisferðir sf
    • Allrahanda Ísferðir ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Allrahanda Ísferðir ehf. kvörtuðu yfir því að Kynnisferðir sf. niðurgreiddu ferðir á samkeppnisleifum með tekjum af sérleyfisferðum. Í ákvörðun samkeppnisráðs voru Kynnisferðir taldar hafa brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með því að hafa greitt niður kostnað af samkeppnisrekstri með tekjum af sérleyfisakstri. Mælt var fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli sérleyfisleiðarinnar Flugstöð Leifs Eiríkssonar – Reykjavík og annars rekstrar hjá fyrirtækinu.

     

    Lyktir máls: Með úrskurði í máli nr. 15/2002 var ákvörðunin felld úr gildi og lagt fyrir samkeppnisráðað taka málið fyrir á ný.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir