Samkeppni Logo

Erindi Skeljungs hf. varðandi ákvæði laga um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara

Reifun

Óskað var álits á
því hvort ákvæði og framkvæmd laga um jöfnun flutningskostnaðar olíuvara
stangaðist á við markmið samkeppnislaga og torvelduðu frjálsa samkeppni.

Samkeppnisráð leit
svo á að ríkisstuðningur í formi verðjöfnunar á olíuvörum gæti samrýmst
meginreglum samkeppnislaga, enda leiddi verðjöfnunin ekki til mismununar í garð
einstakra fyrirtækja eða neytendahópa. Það var álit ráðsins að sú
flokkaskipting, sem ákveðin var samkvæmt lögum um jöfnun á flutningskostnaði
olíuvara, gæti leitt til slíkrar mismununar og þar með í vissum tilvikum
torveldað frjálsa samkeppni. Í samræmi við það og með vísan til 19. gr.
samkeppnislaga vakti samkeppnisráð athygli ráðherra á þessu atriði.

Álit
Málsnúmer

11 / 1995

Dagsetning
22. nóvember 1995
Fyrirtæki

Skeljungur hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samkeppni og hið opinbera

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.