Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Álit um ákvæði póstlaga er varðar skilgreiningu á einkarétti Póst- og símamálastofnunar

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 1/1995
  • Dagsetning: 16/2/1995
  • Fyrirtæki:
    • Póstdreifing hf
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
    • Ýmis þjónusta sem ekki er tilgreind annars staðar
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Vísað er í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 8/1995. Athygli ráðherra var vakin á þeirri þróun í Evrópu að dregið væri úr einkarétti póstyfirvalda hvers lands til póstdreifingar eða hann afnumuinn að fullu.

    Í ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 8/1995, vegna erindis Póstdreifingar hf., kæmi fram að ráðið teldi forsendu þess að koma mætti á virkri samkeppni í póstþjónustu að fjárhagslega yrði skilið á milli þess hluta póstþjónustu Póst- og símamálastofnunar sem rekin væri samkvæmt einkarétti og þess hluta sem ekki væri háður einkarétti. Að mati samkeppnisráðs væri þörf á nánari skilgreiningu á einkarétti Póst- og símamálastofnunar samkvæmt póstlögum nr. 33/1986 til þess að unnt væri að koma við fjárhagslegum aðskilnaði í skilningi samkeppnislaga.

    Samkeppnisráð benti á nauðsyn þess að einkaréttarákvæði póstlaga yrði skilgreint nánar svo að ekki léki neinn vafi á því hvaða póstþjónusta væri háð einkarétti. Þá þyrfti að taka tillit til þess hvaða kostnaður lægi að baki einkaréttarþjónustunni.