Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar um meinta mismunun fiskvinnslufyrirtækja

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/1996
  • Dagsetning: 31/5/1996
  • Fyrirtæki:
    • Samtök fiskvinnslustöðva
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst um ójafna samkeppnisstöðu fiskvinnslustöðva sem ekki eru reknar í tengslum við útgerð, og fiskvinnslufyrirtækja sem jafnframt reka útgerð. Í áliti benti samkeppnisráð sjávarútvegsráðherra á það mat ráðsins að ef reglur um handhöfn aflahlutdeildar yrðu rýmkaðar og heimilað yrði að framselja aflahlutdeild til aðila sem aðeins reka fiskvinnslu væri sú breyting til þess fallin að auka samkeppni í viðskiptum með sjávarafla til vinnslu, jafna að vissu marki samkeppnisstöðu fiskvinnslustöðva með og án útgerðar og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.