Álit
Um samkeppnisstöðu félaga vörubifreiðastjóra
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 3/1994
- Dagsetning: 23/8/1994
- 
                    Fyrirtæki:
                        
                            - Verktakasamband Íslands
 
- 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            - Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
 
- 
                    Málefni:
                        
                            - Samkeppni og hið opinbera
 
- 
                    Reifun
                    Samkeppnisstofnun barst erindi frá Verktakasambandi Íslands (VÍ), sem taldi að tilboðsgerð félaga vörubifreiðastjóra í verklegar framkvæmdir samrýmdist ekki ákvæðum samkeppnislaga. VÍ rökstuddi þetta annars vegar á grundvelli laga um leigubifreiðar og hins vegar á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar. Álit samkeppnisráðs: Það var mat samkeppnisráðs að sú svæðisvernd sem fólst í lögum um leigubifreiðar stríddi gegn markmiði samkeppnislaga um að efla virka samkeppni í viðskiptum. Jafnframt benti ráðið á að yrði svæðisverndin numin úr gildi myndu ákvæði samkeppnislaga taka til þessarar starfsemi. Í 10. gr. samkeppnislaga væri að finna afdráttarlaust bann við skiptingu markaða eftir svæðum.