Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Álit vegna erindis félaga leigu-, sendi-, og vörubifreiðastjóra, varðandi ákvæði í lögum um þungaskatt

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 4/1997
  • Dagsetning: 1/9/1997
  • Fyrirtæki:
    • Frami bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Félög ýmissa hópa bifreiðastjóra óskuðu álits á því hvort tiltekin ákvæði laga um fjáröflun til vegagerðar væru í anda samkeppnislaga. Álit samkeppnisráðs var svohljóðandi: „Á meðan lög nr. 3/1987 eru í gildi óbreytt telur samkeppnisráð að verið sé að mismuna atvinnubifreiðastjórum og raska innbyrðis samkeppnisstöðu þeirra. Sú ákvörðun að fresta gildistöku laga nr. 34/1995, um olíugjald, þar til í ársbyrjun 1999 veldur því að umrædd mismunun verður enn lengur ríkjandi. Samkeppnisráð beinir því til fjármálaráðherra að hann hlutist til um að leiðrétta umrædda stöðu mála með breytingu á núgildandi lögum eða með því að flýta gildistöku laga nr. 34/1995.“