Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnishamlandi ákvæði í lögum og reglum um innflutning á grænmeti

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2001
  • Dagsetning: 30/3/2001
  • Fyrirtæki:
    • Sölufélag garðyrkjumanna
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Álitið birt í kjölfar rannsóknar á meintu samráði og öðrum samkeppnishömlum á grænmetis-, kartöflu- og ávaxtamarkaði sem lauk með ákvörðun nr. 13/2001. M.a. sem fram kom í gögnum þess máls voru tilraunir dreifingaraðila til að hafa áhrif á ákvarðanir landbúnaðarráðuneytisins um tollvernd á tilteknum tegundum grænmetis. Af þessum sökum og fleirum beindi samkeppnisráð áliti til landbúnaðarráðherra. Á það var bent að fyrirkomulag það sem gilt hefði við innflutningshömlur á grænmeti hefði auðveldað innflutnings- og dreifingarfyrirtækjum á grænmetismarkaði að hafa með sér ólögmætt samráð við þær fákeppnisaðstæður sam ríktu á þeim markaði. Með vísan til þessa beindi samkeppnisráð því til landbúnaðarráðherra að hann hefði frumkvæði að því að tekin yrðu til endurskoðunar þau ákvæði tolla- og búvörulaga sem hindruðu viðskipti með grænmeti og drægjua úr samkeppni á markaði fyrir þær vörur. Endurskoðunin hefði það að markmiði að efla samkeppni í viðskiptum með grænmeti þannig að hún mætti leiða til lækkunar vöruverðs fyrir íslenska neytendur.