Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Félags hópferðaleyfishafa um mismunun í starfsskilyrðum hópferðaleyfishafa og sérleyfishafa

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/1998
 • Dagsetning: 28/4/1998
 • Fyrirtæki:
  • Félag hópferðaleyfishafa
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Í erindi Félags hópferðaleyfishafa var kvartað yfir mismunun í starfsskilyrðum hópferðaleyfishafa gagnvart sérleyfishöfum sem rekja mætti til ákvæða í lögum og reglum sem vörðuðu aðila og beitingu heimilda í þeim. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til samgönguráðherra að umræddri mismunun yrði eytt, að gerð yrði könnun á rekstrarafkomu sérleyfishafa á einstökum leiðum, að sérleyfi með langferðabifreiðum á leiðum sem stæðu undir sér þegar ríkisstyrkir ríkisstyrkir væru frátaldir yrðu felld úr gildi og að þær leiðir sem sannanlega þyrftu að njóta opinberra styrkja yrðu boðnar út.