Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun sjálfstætt starfandi dýralækna vegna gjaldskrármála og starfsemi héraðsdýralækna

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 6/1995
 • Dagsetning: 10/8/1995
 • Fyrirtæki:
  • Sjálfstætt starfandi dýralækna
 • Atvinnuvegir:
  • Heilbrigðis- og félagsmál
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Kvartað var yfir samkeppnislegu ójafnræði héraðsdýralækna og sjálfstætt starfandi dýralækna. Samkeppnisráð taldi að samkeppnishamlandi ákvæði væru í lögum um dýralækna og að markmiði samkeppnislaga yrði ekki náð með því einu að fella úr gildi gjaldskrá dýralækna. Til að uppfylla ákvæði og markmið samkeppnislaga taldi samkeppnisráð nauðsynlegt að lögum um dýralækna yrði breytt á þann hátt að dýralæknum yrðu sköpuð þau skilyrði að samkeppni í atvinnugreininni væri möguleg á jafnræðisgrundvelli.