Óskað
var álits á því hvort það bryti í bága við samkeppnislög að sveitafélög
niðurgreiddu kvótakaup einstakra bænda. Opinberir styrkir af þeim toga sem mál
þetta fjallar um eru til þess fallnir að halda uppi óeðlilega háu verði á
greiðslumarki. Samkeppnisráð telur því að styrkveitingar sveitarfélaga til
kaupa á greiðslumarki geti torveldað nauðsynlega hagræðingu í búvöruframleiðslu
og unnið þar með gegn hagkvæmri nýtingu á framleiðsluþáttum þjóðfélagsins, sbr.
1. gr. samkeppnislaga. Jafnframt telur samkeppnisráð ljóst að með því að
styrkja bændur innan ákveðins sveitarfélags til kaupa á greiðslumarki hafi það
samkeppnishamlandi áhrif á markaðinn fyrir kaup og sölu á greiðslumarki. Sá
markaður er eðli málsins samkvæmt ekki bundinn við staðarmörk sveitarfélaga.
Eins og átti sér stað í þessu máli hafa styrkir sveitarfélaga þau áhrif að
möguleikum bænda, sem ekki njóta styrkja, til þess að kaupa greiðslumark er
raskað.
2 / 1997
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samkeppni og hið opinbera
"*" indicates required fields