Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun Fróða hf. yfir framkvæmd við innheimtu virðisaukaskatts af erlendum tímaritum í áskrift

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 9/1996
  • Dagsetning: 7/10/1997
  • Fyrirtæki:
    • Fróði hf
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Kvartað var yfir þeim ójöfnuði sem útgefendur íslenskra tímarita töldu sig búa við. Fram kom að misbrestur væri í innheimtu á virðisaukaskatti á erlendum tímaritum sem send voru í áskrift í pósti til viðtakenda hér á landi. Í ljósi þess vakti samkeppnisráð athygli fjármálaráðherra á því áliti sínu að það væri í samræmi við markmið samkeppnislaga að jafna stöðu innlendra og erlendra tímarita sem seld væru í áskrift að því er varðar innheimtu virðisaukaskatts.