Erindi barst frá
hópferðaleyfishafa sem taldi sig ekki sitja við sama borð og sérleyfishafar
hvað varðaði endurgreiðslu á þungaskatti vegna skólaaksturs.
Það var álit samkeppnisráðs að ákvæði í útboðsskilmálum um
skólaakstur sem kváðu á um að flytja mætti aðra farþega en þá sem njóta ættu
hins niðurgreidda skólaaksturs yllu því að ekki stæðu allir jafnir við gerð
tilboða í skólaakstur. Í því máli sem sem var tilefni álitsins var um að ræða
skólaakstur á leiðum sem tilteknir sérleyfishafar voru með sérleyfi á.
Til að taka af allan vafa um jafna stöðu þeirra sem byðu
í skólaakstur beindi samkeppnisráð þeim tilmælum til Ríkiskaupa að þau skilyrði
yrðu sett í útboðslýsingu fyrir skólaakstur að ekki yrðu aðrir farþegar í för í
þeim ferðum sem féllu undir skólaaksturinn en þeir sem útboðið tilgreindi.
14 / 1998
Guðmundur Tyrfingsson ehf
Samgöngur og ferðamál
Samkeppni og hið opinbera
"*" indicates required fields