Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Verslunarráðs Íslands um fjárhagslegan aðskilnað innan Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 5/1997
  • Dagsetning: 18/9/1997
  • Fyrirtæki:
    • Verslunarráð Íslands
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Verslunarráð Íslands fór fram á það að samkeppnisráð mælti fyrir um fjárhagslegan aðskilnað á milli samkeppnishluta ÁTVR og þess hluta sem naut einkaréttar. Samkeppnisráð vakti athygli fjármálaráðherra á því að ákvæði í reglugerð um ÁTVR og framkvæmd aðskilnaðar innan stofnunarinnar stríddi gegn markmiði samkeppnislaga. Mælst var til þess við ráðherra að gripið yrði til tilgreindra ráðstafana vegna ÁTVR m.a. að innflutningur áfengis og tengd starfsemi yrði rekin í sérstakri einingu eða deild innan fyrirtækisins sem væri fjárhagslega aðskilin annarri starfsemi þess, sbr. 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga.