Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun TF-vinnuvéla yfir leigusamningi utanríkisráðuneytisins við Íslenska aðalverktaka sf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 4/1996
 • Dagsetning: 16/2/1996
 • Fyrirtæki:
  • TF-vinnuvélar í Reykjanesbæ
 • Atvinnuvegir:
  • Byggingarþjónusta
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Í erindi TF-vinnuvéla kom fram að fyrirtækið teldi uppsögn utanríkisráðuneytisins á samningum nokkurra aðila um efnistökurétt í landi ríkisins að Stapafelli og Súlum og í kjölfarið einhliða samning við Íslenska aðalverktaka til 10 ára um efnistökurétt í þessu landi brjóta í bága við samkeppnislög. Samkeppniseftirlitið benti ráðuneytinu á það í áliti sínu að samkeppni á markaðnum fyrir töku og sölu jarðefna yrði virkari ef ráðuneytið gengi framvegis til samninga um efnistöku æa grundvelli útboðs.