Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun vegna afskipta Brunamálastofnunar ríkisins af kaupum sveitarfélaga á slökkvibifreiðum

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 8/1997
  • Dagsetning: 30/10/1997
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Kvartað var yfir afskiptum Brunamálastofnunar ríkisins af kaupum sveitarfélaga á slökkvibifreiðum. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til Brunamálastofnunar ríkisins að leiðbeiningar stofnunarinnar til sveitarstjórna um allt það sem lyti að brunavörnum mismunaði ekki þeim sem á viðkomandi mörkuðum störfuðu og skaðaði þar með ekki samkeppnina. Skyldi haga störfum stofnunarinnar á þann hátt að allir sem þess óskuðu hefðu jafna möguleika á að bjóða sveitarfélögum slökkvibifreiðar og slökkvibúnað. Þess skyldi vandlega gætt að leiðbeiningar Brunamálastofnunar væru óhlutdrægar, almennar og málefnalegar.