Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Ferskra kjötvara hf. um niðurgreiðslur á kindakjöti á vegum Markaðsráðs kindakjöts

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/1997
 • Dagsetning: 2/6/1997
 • Fyrirtæki:
  • Ferskar kjötvörur hf
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Ferskar kjötvörur hf. kvörtuðu yfir niðurgreiðalum á kindakjöti á vegum Markaðsráðs kindakjöts sem hefti samkeppni. Að mati samkeppnisráðs þótti ljóst, að með því að fá kjöt á niðurgreiddu verði væri kjötvinnslu veitt ákveðið forskot til markaðssóknar í samanburði við kjötvinnslu sem ekki fengi keypt niðurgreitt kjöt. Það var því mat samkeppnisráðs að mikilvægt væri að þess væri gætt að mismunun ætti sér ekki stað hvað þetta varðar milli þeirra aðila sem í hlut ættu. Væri því nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi við niðurgreiðslur Markaðsráðs kindakjöts.