Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Arnóls ehf. vegna túlkunar ríkisskattstjóra á undanþáguákvæðum virðisaukaskattslaga

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 5/2000
  • Dagsetning: 29/5/2000
  • Fyrirtæki:
    • Arnól ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá félagi sem rekur veitingahús með kvörtun yfir samkeppnisstöðu þess gagnvart keppinautunum Þjóðleikhúsinu og Þjóðleikhúskjallaranum annars vegar og Iðnó og Iðnó við Tjörnina hins vegar,  vegna undanþáguákvæðis virðisaukaskattslaga. Í ljósi þess að kvartandi var a.m.k að hluta til á sama markaði og önnur leikhús og keppti þar af leiðandi við þau, skekkti það að mati samkeppnisráðs samkeppnisstöðu fyrirtækisins að geta ekki keppt á jafnræðisgrundvelli vegna þess að fyrirtækið nyti ekki sömu undanþágu til að greiða ekki virðisaukaskatt af aðgöngumiðum og keppinautarnir. Það er grundvallaratriði í samkeppnisrétti að fyrirtæki á sama markaði búi við sömu samkeppnisskilyrði og þá sérstaklega hvað varðar túlkun opinberra aðila á lögum og reglugerðum. Samkeppnisráð taldi túlkun ríkisskattstjóra á 4. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, eins og hún kom fram í bindandi áliti ríkisskattstjóra, leiða til samkeppnislegrar mismununar milli keppinauta og raska þar með samkeppni. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til ríkisskattstjóra að hann beitti sér fyrir því að samskonar reglur giltu að þessu leyti gagnvart öllum keppinautum.