Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Meint mismunun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af starfi sjálfstætt starfandi sérfræðinga fyrir hið opinbera

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 7/1995
  • Dagsetning: 26/10/1995
  • Fyrirtæki:
    • Fjármálaráðuneyti
    • Rafn Guðmundsson
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Kvartað var yfir mismunun sem túlkun ríkisskattstjóra á endurgreiðslu virðisaukaskatts fæli í sér á samkeppnisaðstöðu sumra sérfræðinga.

    Samkeppnisráð taldi að ákvæði 5. tl. 12. gr. í reglugerð nr. 248/1990, eins og það var orðað og embætti ríkisskattstjóra túlkaði það, skaðaði samkeppnisstöðu þeirra sérfræðinga er almennt þjóna viðskiptalífinu en hafa ekki háskólamenntun eða aldeilis sambærilega menntun. Ákvæðið mismunaði sérfræðingum, þ.á m. kerfisfræðingum, sem seldu ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra þjónustu sína og raskaði innbyrðis samkeppnisstöðu þeirra. Ennfremur taldi samkeppnisráð að ákvæðið gæti mismunað sérfræðingum eftir því hvaða félagsform væri á rekstri þeirra. Það var mat Samkeppnisráðs að orðalag og túlkun skattayfirvalda á ákvæði 5. tl. 12. gr. reglugerðar um virðisaukaskatt hindraði og takmarkaði frelsi í atvinnurekstri og aðgang nýrra keppinauta að markaðnum og stríddi gegn markmiði samkeppnislaga um að efla virka samkeppni í viðskiptum.

    Samkeppnisráð gerði tillögu um að reglugerð nr. 248/1990 yrði breytt á þann veg að orðalag hennar gæfi ekki tilefni til þeirrar þröngu túlkunar sem skattayfirvöld hefðu gripið til.