Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun snyrtifræðinga vegna synjunar á viðurkenningu á starfsleyfi

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/1998
  • Dagsetning: 25/11/1998
  • Fyrirtæki:
    • Snyrtifræðingarnir Nína B. Sigurðardóttir
  • Atvinnuvegir:
    • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Erindi barst frá snyrtifræðingum sem lokið höfðu námi í snyrtifræði við tiltekinn skóla vegna synjunar menntamálaráðuneytisins um viðurkenningu á iðnréttindum. Fram kom að mat á umsóknum um iðnréttindi færi fram hjá nefnd sem m.a. væri skipuð tveimur snyrtifræðingum tilnefndum af Félagi íslenskra snyrtifræðinga. Mæltist samkeppnisráð til þess að reglum yrði breytt þannig að faglegt mat á erlendu námi í snyrtifræði færi fram hjá menntamálaráðuneytinu eða öðrum sem ekki ættu hagsmuna að gæta.