Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun vegna verklýsingar í útboði fyrir íþróttahús á Fáskrúðsfirði

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 9/1997
  • Dagsetning: 13/11/1997
  • Fyrirtæki:
    • P. Ólafssyni ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Byggingarþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Kvartað var yfir verklýsingu í útboði fyrir íþróttahús á Fáskrúðsfirði þar sem var m.a. tilgreint hvaða tæki ætti að kaupa og frá hverjum. Það var mat samkeppnisráðs að útboðslýsingin hamlaði samkeppni og stríddi gegn markmiðum samkeppnislaga. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnar Búðahrepps að útboðslýsingum á framkvæmdum á vegum hreppsins yrði hagað með þeim hætti að allir hefðu jafna möguleika á að bjóða sveitarfélaginu þá vöru eða þjónustu sem um ræddi. Þess skyldi vandlega gætt að útboðslýsingar sveitarstjórnarinnar mismunuðu ekki þeim sem störfuðu á viðkomandi mörkuðum. Efnisleg og málefnaleg sjónarmið skyldu ráða, þegar verk væru boðin út og tilboð metin.