Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Erindi Kertagerðarinnar Norðurljósa vegna samkeppni fyrirtækisins við verndaðan vinnustað Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 3/1995
 • Dagsetning: 30/3/1995
 • Fyrirtæki:
  • Kertagerðin Norðurljós
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:
  • Samkeppni og hið opinbera
 • Reifun

  Kvartað var yfir samkeppnisrekstri sem væri niðurgreiddur af opinberu fé. Með vísan til d. liðar 5. gr. samkeppnislaga mæltist samkeppnisráð til þess að félagsmálaráðherra hlutaðist til um að fjárframlög ríkissjóðs til hins verndaða vinnustaðar, Kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar, væru ekki notuð til þess að framleiðsluvörur fyrirtækisins yrðu boðnar til sölu undir almennu kostnaðarverði sambærilegra vara heldur væri höfð hliðsjón af því verði sem almennt giltu á markaðnum við verðlagningu framleiðsluvara hins verndaða vinnustaðar.