Samkeppni Logo

Samkeppnishömlur á eldsneytismarkaði – Álit til umhverfis- og auðlindaráðherra

Reifun

Í álitinu er því beint til umhverfis- og auðlindaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingum á ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að kveðið verði skýrt á um að hafa skuli hliðsjón af samkeppnissjónarmiðum við framkvæmd laganna.

Mjög mismunandi er hvort og hvernig litið er til samkeppnissjónarmiða við skipulagsgerð og úthlutun lóða. Þótt ráðuneytið hafi túlkað lögin þannig að sveitarfélögum beri að taka tillit til samkeppnissjónarmiða við skipulagsgerð og úthlutun lóða, hefur a.m.k. Reykjavíkurborg ekki talið sér skylt að gera það. Af þeim sökum telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að ráðherrann beiti sér fyrir fyrrgreindum breytingum.

Þetta álit er eitt af fjórum álitum sem birt eru í tengslum við markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum þar tilmælum er beint til opinberra aðila um að stuðla að bættum samkeppnisaðstæðum á eldsneytismarkaðnum.

Álit
Málsnúmer

1 / 2017

Dagsetning
4. apríl 2017
Fyrirtæki

Umhverfis- og auðlindaráðherra

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Olíuvörur og gas

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.