Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnishömlur á eldsneytismarkaði - Álit til samgöngu- og sveitastjórnarráðherra

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 3/2017
 • Dagsetning: 4/4/2017
 • Fyrirtæki:
  • Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Olíuvörur og gas
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Í álitinu er því beint til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að hann beiti sér fyrir því að Flutningsjöfnunarsjóður miðli ekki upplýsingum sem skaðað geta samkeppni og að hann beiti sér fyrir breytingum á ákvæðum laga nr. 103/1994, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, þannig að skipan í stjórn sjóðsins verði með öllu óháð fyrirtækjum sem starfa á eldsneytismarkaðnum.

  Að mati Samkeppniseftirlitsins hefur upplýsingamiðlun Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara og  stjórnarskipun sjóðsins skaðleg áhrif á samkeppni. Upplýsingamiðlunin felst m.a. í því að sjóðurinn safnar og miðlar til keppinauta á eldsneytismarkaðnum upplýsingum um heildarsölu allra olíufélaganna sem m.a. nýtast félögunum til þess að áætla hlutdeild sína. Eru þessar upplýsingar veittar mánaðarlega. Að mati Samkeppniseftirlitsins er upplýsingamiðlun af þessu tagi ótvírætt skaðleg samkeppni, þegar horft er til þess að eldsneytismarkaðurinn ber ýmis fákeppniseinkenni.

  Tilmælin beinast einnig að því að samkvæmt lögum um sjóðinn er kveðið á um samstarf keppinauta um tilnefningu stjórnarmanns í sjóðnum, eða að einn fulltrúi sitji í stjórninni frá hverju félagi. Þegar rannsókn eftirlitsins hófst sátu fulltrúar keppinauta saman í stjórninni, en nú er einn stjórnarmaður tilnefndur sameiginlega. Mælist Samkeppniseftirlitið til þess að lögum verði breytt þannig að olíufélögin hafi ekki aðkomu að stjórn sjóðsins.

  Þetta álit er eitt af fjórum álitum sem birt eru í tengslum við markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum þar tilmælum er beint til opinberra aðila um að stuðla að bættum samkeppnisaðstæðum á eldsneytismarkaðnum.