Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Beiðni um álit á mismunandi tollflokkun kókódrykksins „Jibbí“ og „MS“ kókómjólkur

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 10/1997
  • Dagsetning: 13/11/1997
  • Fyrirtæki:
    • Sól hf
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Óskað var álits á því að kókódrykkurinn Jibbí skyldi bera 24,5% vsk. en MS kókómjólk og innflutt Nesquick kókómjólk 14% vsk. Fjármálaráðuneytið gaf m.a. þá skýringu að MS kókómjólk væri mjólkurafurð en kókódrykkurinn Jibbí ekki. Eftirfarandi kom fram: „Kókódrykkurinn Jibbí er framleiddur úr undanrennudufti, smjöri og vatni auk fleiri efna. Samkvæmt efnagreiningu, sem framkvæmd var hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins eru nánast sömu efni í Jibbí og MS kókómjólk. Í framleiðslu Sólar hf.[ eru prótein og fita 4,9% og vatn 83,4%. Í framleiðslu MS eru prótein og fita 4,2% og vatn 85,6%. Helsti munur á þessum vörum virðist vera sá að vatnið í MS kókómjólkinni kemur úr kúnni, en hjá Sól hf. er vatninu bætt í vöruna í framleiðslunni.“ Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til fjármálaráðuneytisins að tollflokkun kókódrykksins Jibbí yrði endurskoðuð með það að markmiði að gjaldskylda virðisaukaskatts yrði með sama hætti og gilti fyrir hliðstæðar vörur svo sem MS kókómjólk. Þess skyldi gætt að samkeppnisaðilum væri ekki mismunað og samkeppnisstaða þeirra skekkt með mismunandi gjaldtöku af hliðstæðum vörum.