Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppnisaðstæður tannsmiða

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 4/1995
  • Dagsetning: 13/6/1995
  • Fyrirtæki:
    • Tannsmiðafélag Íslands
  • Atvinnuvegir:
    • Heilbrigðis- og félagsmál
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Óskað var álits á því hvort Tryggingastofnun ríkisins færi gegn samkeppnislögum með því að semja aðeins við einn tannsmið um endurgreiðslu vegna vinnu tannsmiða fyrir sjúkratryggða. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til Tryggingastofnunar ríkisins að stofnunin gætti þess að raska ekki með ákvörðunum sínum innbyrðis samkeppnisstöðu tannsmiða. Ekki var tekin afstaða til þess með hvaða hætti því markmiði yrði náð. Samkeppnisráð lagði á það áherslu að tannsmiðir í landinu sætu við sama borð og nytu jafnra samkeppnisskilyrða.