Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Kvörtun vegna samkeppnishamlandi áhrifa reglugerðar um lögboðna brunatryggingu húseigna

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2000
  • Dagsetning: 3/4/2000
  • Fyrirtæki:
    • Vátryggingafélögin
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Óskað var afstöðu til ákvæðis í reglugerð um lögboðnar brunatryggingar húseigna og þeirrar tilhögunar vátryggingafélaga að senda hvert öðru lista yfir þá sem skulduðu iðgjöld. Samkeppnisráð lagði á það áherslu í áliti sínu að íslenski vátryggingamarkaðurinn væri fákeppnismarkaður þar sem ýmiss konar lagafyrirmæli hömluðu virkri samkeppni. Ráðið taldi að aflétta bæri lögfestum samkeppnishömlum í vátryggingastarfsemi væru þær ekki bráðnauðsynlegar til neytendaverndar eða af öðrum samfélagslegum toga. Þess vegna beindi samkeppnisráð því áliti til viðskiptaráðherra að höfð yrði hliðsjón af þeim samkeppnislegu sjónarmiðum sem voru reifuð þegar breytingar yrðu gerðar á reglugerð nr. 484/1994.