Samkeppniseftirlitið hefur unnið að greiningu á reiknuðum ábata af íhlutun eftirlitsins vegna samráðs, misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og samkeppnishamlandi samruna. Sú aðferðafræði sem Samkeppniseftirlitið beitir við greininguna byggir á leiðbeiningum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (hér eftir OECD) og er fjallað um hana í skýrslu nr. 3/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, lýsing á aðferðafræði og forsendum. Niðurstöður greiningarinnar fyrir tímabilið 2013-2022 voru birtar í skýrslu nr. 4/2023, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins 2013-2022. Með þessari skýrslu eru birtar uppfærðar niðurstöður sem ná til og með ársins 2023.
Fylgiskjal: Minnisblað Jóns Þórs Sturlusonar dags. 27. maí 2024, rýni á niðurstöðum ábatamats Samkeppniseftirlitsins
4 / 2024
"*" indicates required fields