Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Skýrslur

Viðskiptasamningar birgja og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2008
 • Dagsetning: 20/5/2008
 • Fyrirtæki:

  Engin fyrirtæki finnast

 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt skýrslu um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði. Aðdragandi skýrslunnar er að Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu aflað og farið yfir fjölda viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annarra endursöluaðila í því skyni að meta áhrif þeirra á samkeppni á matvörumarkaði. Beindist gagnaöflunin að um 70 birgjum. Felur skýrslan í sér lok þeirrar athugunar. Í skýrslunni er einnig fjallað um verðlag á matvörum og hagsmunagæslu samtaka fyrirtækja á matvörumarkaði.