Samkeppni Logo

Umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur, 470. mál

Reifun

Samkeppniseftirlitið vísar til erindis nefndasviðs Alþingis, dags. 18. maí 2022, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis veitti Samkeppniseftirlitinu færi á að veita umsögn um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur, 470. mál.

Samkeppniseftirlitið fagnar því að verið sé að endurskoða regluverk leigubifreiða á Íslandi, en á sama tíma er það mat stofnunarinnar að unnt sé að ganga enn lengra. Regluverkið þarf að taka mið af hagsmunum og þörfum þess sem bjóða upp á þjónustuna og þess sem nýta hennar. Jafnframt þarf regluverkið að vera sveigjanlegt til þess að koma til móts við nýsköpun framtíðarinnar og þær tæknilausnir og þróun sem mun eiga sér stað á komandi árum. 

Umsagnir
Málsnúmer

14 / 2022

Dagsetning
1. júní 2022

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.