Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Umsagnir

Umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur, 470. mál

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 14/2022
  • Dagsetning: 1/6/2022
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið vísar til erindis nefndasviðs Alþingis, dags. 18. maí 2022, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis veitti Samkeppniseftirlitinu færi á að veita umsögn um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur, 470. mál.

    Samkeppniseftirlitið fagnar því að verið sé að endurskoða regluverk leigubifreiða á Íslandi, en á sama tíma er það mat stofnunarinnar að unnt sé að ganga enn lengra. Regluverkið þarf að taka mið af hagsmunum og þörfum þess sem bjóða upp á þjónustuna og þess sem nýta hennar. Jafnframt þarf regluverkið að vera sveigjanlegt til þess að koma til móts við nýsköpun framtíðarinnar og þær tæknilausnir og þróun sem mun eiga sér stað á komandi árum.