Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Umsagnir

Umsögn um drög að frumvarpi á samráðsgátt til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (framleiðendafélög)

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 6/2023
 • Dagsetning: 27/10/2023
 • Fyrirtæki:

  Engin fyrirtæki finnast

 • Atvinnuvegir:

  Enginn atvinnuvegur finnst

 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Með tölvupósti frá matvælaráðuneytinu, dags. 4. október 2023, var Samkeppniseftirlitinu boðið að skila umsögn vegna áforma um lagasetningu um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 sem munu fela í sér heimild til að stofna svokölluð framleiðandafélög í landbúnaði. Samkeppniseftirlitið mælist til þess að frumvarpsdrögin verði tekin til frekari athugunar. Miklir samfélagslegir hagsmunir felast í því að öll áform um undanþágur frá kjarnareglum samkeppnislaga og áhrif slíkra aðgerða séu metin til hlítar. Í umsögninni er bent á nokkur mikilvæg atriði í því sambandi. Að öðrum kosti geta lagabreytingar af þessu tagi valdið óafturkræfu tjóni fyrir neytendur og íslenskan landbúnað.