Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Umsagnir

Beiting samrunareglna gagnvart fyrirtækjum í fjárhagsörðugleikum og dómur Hæstaréttar Íslands frá 21. maí 2025

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/2025
  • Dagsetning: 10/6/2025
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Þann 27. mars 2025 sendi Samkeppniseftirlitið umsögn um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum (107. mál, 156. löggjafarþing). Að beiðni atvinnuveganefndar hefur Samkeppniseftirlitið síðan tvívegis komið á fund nefndarinnar til þess að fylgja eftir umsögn sinni og svara spurningum nefndarmanna, síðast 16. maí sl. 

    Á fundunum var m.a. fjallað um möguleg áhrif þá væntanlegs dóms Hæstaréttar, sem nú er fallinn. Einnig var fjallað um starfsemi og áhrif undanþáguheimilda búvörulaga og samanburð við undanþágur og framkvæmd eftirlits erlendis. Þá var fjallað um hvort þörf væri á undanþáguheimildum til þess að bregðast við rekstrarstöðu kjötafurðastöðva. Sérstaklega var óskað eftir minnisblaði frá Samkeppniseftirlitinu um heimildir samkvæmt samkeppnislögum til þess að leyfa samruna á grundvelli reglunnar um „fyrirtæki á fallanda fæti“.  Hér er linkur á umsögn nr. 2 - 2025  Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til laga um búvörulög (framleiðendafélög), 107. mál á 156. löggjafarþingi.