Umsagnir
Umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp til laga um breytingu á lögum um leigubifreiðarakstur nr. 120/2022 (öryggi og starfsumhverfi), 84. mál, 157. löggjafarþing 2025-2026
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 9/2025
- Dagsetning: 20/10/2025
-
Fyrirtæki:
Engin fyrirtæki finnast
-
Atvinnuvegir:
Enginn atvinnuvegur finnst
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Frumvarpið felur í sér auknar skyldur fyrir leigubifreiðastöðvar. Lagt er til að stöðvunum verði skylt að safna frekari upplýsingum en áður, meðal annars um ferðir og þjónustu, og skulu þær geymdar dulkóðaðar í 60 daga frá því að einstök leigubifreiðaferð á sér stað. Þá er einnig lagt til að leigubifreiðastöðvum verði skylt að láta óháðan aðila framkvæma úttekt á stafrænum kerfum þeirra, með það að markmiði að tryggja öryggi og gæði gagna. Áform frumvarpsins virðast þannig fela í sér aukinn kostnað fyrir leigubifreiðastöðvar, sem getur bæði dregið úr samkeppni á markaðnum og leitt til hærra þjónustuverðs fyrir neytendur.
Samkeppniseftirlitið gerir ekki lítið úr því að þörf sé á að gæta öryggis og hagsmuna farþega leigubifreiða og hafa þurfi um þá öryggishagsmuni nauðsynlegar reglur. Hins vegar felur frumvarpið í sér flókið og kostnaðarsamt leyfiskerfi með tilheyrandi samkeppnishömlum sem gæti leitt til hærra verðs til neytenda og lakari þjónustu.