Samkeppni Logo

DAC ehf. og Lyfjaver ehf. og Lyf og heilsa ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu

Reifun

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 28/2006 þar sem samruni lyfsölu- og lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna DAC og Lyfjavers var ógiltur. DAC er systurfélag lyfsölukeðjunnar Lyfja og heilsu. Samruninn hefði leitt til þess að tvær lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa annars vegar og Lyfja hins vegar, hefðu rúmlega 80% markaðshlutdeild af allri lyfjasmásölu í landinu. Taldi Samkeppniseftirlitið að Lyf og heilsa deildu sameiginlegri markaðsráðandi stöðu með Lyfju á smásölumarkaði lyfja og sú staða gerði fyrirtækjunum kleift að samhæfa hegðun sína á markaðnum án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta eða neytenda. Væru fyrirtækin þannig í stöðu til þess að takmarka samkeppni og hækka verð. Ef umræddur samruni hefði gengið eftir hefði þessi staða orðið enn alvarlegri í samkeppnislegu tilliti og til þess fallin að raska samkeppni og skaða hagsmuni almennings.

Úrskurðir
Málsnúmer

6 / 2006

Dagsetning
17. október 2006
Fyrirtæki

DAC ehf

Lyf og heilsa ehf.

Lyfjaver ehf.

Samkeppniseftirlitið

Atvinnuvegir

Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.