Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Samskip hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2019
 • Dagsetning: 13/9/2019
 • Fyrirtæki:
  • Samskip hf.
  • Eimskipafélag Íslands hf.
  • Royal Arctic Line A/S
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Sjóflutningur
 • Málefni:
  • Undanþágur
 • Reifun

  Þann 17. apríl 2019 tók Samkeppniseftirlitið ákvörðun nr.13/2019, þar sem grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line A/S og Eimskip var veitt tímabundna heimild til samstarfs, sem felur í sér samnýtingu á plássi í áætlunarskipum félaganna. Samkeppniseftirlitið setti samstarfinu tiltekin skilyrði sem ætlað er að tryggja samkeppni á markaðnum. Eiga skilyrðin m.a. að tryggja aðgang grænlenska skipafélagsins að hafnaraðstöðu á Íslandi, auk þess sem stuðlað er að því að laust flutningspláss geti nýst almennum viðskiptavinum, umboðsmönnum og flutningamiðlunum. Með fyrrgreindu fyrirkomulagi verður grænlenska skipafélaginu kleift að bjóða upp á vikulegar áætlunarsiglingar til og frá Íslandi og þjónusta íslenska viðskiptavini – til hagsbóta fyrir íslenska neytendur, að mati Samkeppniseftirlitsins.

  Samskip kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Gerði Samskip kröfu um að ákvörðun eftirlitsins yrði felld úr gildi.

  Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag birt úrskurð þar sem kröfu og málsástæðum Samskipa er hafnað. Í úrskurði sínum telur áfrýjunarnefndin að þau viðbótarskilyrði sem tekin voru upp í sátt Samkeppniseftirlitsins við undanþágubeiðendur, voru m.a. sett til að ýta undir samkeppni og tryggja að innkoma Royal Arctic Line á hinn skilgreinda markað hefði jákvæð samkeppnisleg áhrif og yrði til hagsbóta fyrir neytendur. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur einnig að viðbótaskilyrðin innihaldi einnig mikilvægt hegðunarskilyrði undanþágubeiðenda og veiti Samkeppnieftirlitinu tækifæri til að fylgjast náið með þróun markaðarins og þeirra breytinga sem kunna að verða á honum í ljósi samstarfs félaganna. Hafi Samkeppniseftirlitið þannig möguleika á að grípa inn í þá þróun gerist þess þörf.