Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Lyfjaval ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 1/2023
 • Dagsetning: 9/8/2023
 • Fyrirtæki:
  • Lyfjaval ehf.
 • Atvinnuvegir:

  Enginn atvinnuvegur finnst

 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Mál þetta varðar samrunatilkynningu áfrýjanda í tilefni af viðskiptum áfrýjanda og Faxa ehf., sem fara með yfirráð Lyfja og heilsu hf., samkvæmt kaupsamningi dags. 26. apríl 2022, og ætlað misræmi af hálfu samrunaaðila í lýsingu á efni kaupsamningsins. Hin kærða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 2. mars 2023 um að hætta rannsókn þess samrunamáls sem upphaflega grundvallaðist á tilkynningu áfrýjanda um samruna, dags. 5. ágúst 2022, var ekki í samræmi við ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 og er því felld úr gildi. Lagt er fyrir Samkeppniseftirlitið að ljúka samrunamálinu í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.