Samkeppni Logo

Brim hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

Reifun

Ágreiningur máls þessa beinist að því hvort Samkeppniseftirlitinu hafi verið heimilt að leggja á dagsektir á áfrýjanda þegar áfrýjandi varð ekki að öllu leyti við beiðni Samkeppniseftirlitsins um afhendingu á upplýsingum og gögnum á grundvelli 19. gr. samkeppnislaga í tilefni af athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi hér á landi. 

Það er niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að fella beri úr gildi hina kærðu ákvörðun. Hin kærða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 19. júlí 2023, um að leggja dagsektir á áfrýjanda að fjárhæð 3.500.000 kr. á dag þar til upplýsingabeiðni Samkeppniseftirlitsins frá 5. apríl 2023 hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, er felld úr gildi. 

Úrskurðir
Málsnúmer

3 / 2023

Dagsetning
20230920

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.