Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Úrskurðir áfrýjunarnefndar

Brim hf. gegn Samkeppniseftirlitinu

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2023
  • Dagsetning: 20/9/2023
  • Fyrirtæki:

    Engin fyrirtæki finnast

  • Atvinnuvegir:

    Enginn atvinnuvegur finnst

  • Málefni:

    Engin málefni finnast

  • Reifun

    Ágreiningur máls þessa beinist að því hvort Samkeppniseftirlitinu hafi verið heimilt að leggja á dagsektir á áfrýjanda þegar áfrýjandi varð ekki að öllu leyti við beiðni Samkeppniseftirlitsins um afhendingu á upplýsingum og gögnum á grundvelli 19. gr. samkeppnislaga í tilefni af athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi hér á landi. 

    Það er niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála að fella beri úr gildi hina kærðu ákvörðun. Hin kærða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 19. júlí 2023, um að leggja dagsektir á áfrýjanda að fjárhæð 3.500.000 kr. á dag þar til upplýsingabeiðni Samkeppniseftirlitsins frá 5. apríl 2023 hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, er felld úr gildi.